Nú er lag

að koma landamerkjum í lag!

Lag á læk býður upp á alhliða þjónustu í tengslum við útfærslu á landamerkjum og almenna lögfræðiþjónustu

Foss úr Smjörhólsá fellur í Brunná.
Smjörhólsá markar landamerki Ærlækjar og Hafrafellstungu í Öxarfirði en Brunná merki Ærlækjar og Leifsstaða.

Þjónusta

Landamerki

Fé kemur af fjalli. Öxarfjörður

Lag á læk hnitsetur landamerki og gerir merkjalýsingar.

Hnitsetning felst í því að setja niður landamerki fasteigna og gera þau glögg. Ef merki eru ekki hnitsett eða glögg frá náttúrunnar hendi er eigendum fasteigna skylt að viðhalda eldri merkjum eða setja ný.

Lögfræði

Machu Picchu. Perú

Lag á læk tekur að sér ýmis lögfræðileg verkefni.

Lögfræðin getur falist í aðstoð við að túlka lög og reglur, leggja inn umsóknir um réttindi eða styrki, rökstuðning gagnvart stjórnvöldum, veiting umsagna um lagafrumvörp eða reglur, uppgjör dánarbúa, samningagerð o.fl.

Leiðsögn

Norðurljósadans á Ærlæk. Öxarfjörður

Lag á læk veitir leiðbeiningar og almenna ráðgjöf, heldur námskeið og kynningar.

Leiðsögnin getur varðað hnitsetningar og merkjalýsingar, umsóknir um eða framfylgni hugverkaréttinda (einkaleyfi, vörumerki, hönnun), mál tengdum stjórnsýslunni o.fl.

Fróðleiksmolar

Hvar er

Hvenær er opið

Hafa samband

Designed with WordPress